sunnudagur, október 30

cause I´m real...

Ég er fegurðardrottning og brosi í gegnum tárin....

Það mun enginn trúa hverju ég lenti i í gær.....jhesus!

Fegðurarkeppnar og fegurðardrottingar...þetta er pæling sem ég hef alveg velt fyrir mér einu sinni eða tvisvar.
Þegar ég var lítil stelpa vildi ég vera í fegðurðarsamkeppni. Ég vildi vera í fallegum kjól uppi á sviði að veifa öllum og allir myndu dást að mér og segja "vá hvað hún er falleg...."
Jæja, þessi draumur var kannski til 12 ára aldur eða þar til að það rann upp fyrir mér að ég er bara ekki þessi fegurðardrottningar týpa, sama hversu oft pabbi sagði að ég væri það og gæti unnið hvaða keppni sem er....
Ég og vinkonurnar höfum líka oft rætt þetta mál; hvað eru þessar stelpur sem oft eru með eitthvað á milli eyrnanna að spranga um á hælum og bikiníi með vaseline á tönnunum, of blásið hár, appelsínugular með rauðar varir?
Afhverju ætti nokkur kvenmaður að vilja vera í fegurðarsamkeppni?
Afhverju þurfum við þennan "gæðastimpil" -falleg- ?
Jæjajæja, við ræðum þetta fram og tilbaka á femínískan hátt að þetta sé nú frekar degrading fyrir stelpur að vera dæmdar á útlitinu einu saman, kannski byggir þessi keppni upp sjálfstraust og fallega framkomu en brýtur hún ekki bara niður þær sem ekki fá nein verðlaun?
Þó í einrúmi og undir fjögur augu þá játum við að leynilega langar okkur í þennan stimpil, þó ekki bara til að geta sagt að við hefðum verið beðnar og geta sagt nei.... kannski fróar það lága sjálfsálitinu og bústar okkur í því að við séum "of-góðar" fyrir svona stimpil.... en fengum hann samt....
Hvað um þeað.....
Ég hef allavega aðeins dæmt þessar stelpur sem actually taka þátt, þessar fegurðardrottingina týpur.
Nú á ég vinkonur sem hafa tekið þátt í svona keppnum, ein þeirra vann og hin vann hárverðlaun. Báðar eru þessar stelpur í námi á háskólastigi, með bein í nefinu og fá ókeypis í klippingu og pening fyrir auglýsingar eftir að hafa tekið þátt í svona keppnum.
Ég persónulega fylgist yfirleitt ekki með svona keppnum því ég er ein af þeim sem hakka greyið stelpurnar í mig.. HAKK HAKK HAKK.... sellúlít, klíps, sigin rass, skakkar tennur, asnalegt nef...
yes, i admit, i am one of those bitchy girls. NEMA, auðvitað þegar vinkonur mínar tóku þátt ;)

Og hvað svo, þú tekur þátt í keppni sem byggir á útliti, henni er alveg saman hvaða manneskju stelpan hefur að geyma, bara brosa, standa bein í baki, flaxa hárinu og veifa.....
eitt viðtal með kórunina og eitt viðtal daginn eftir í svettaranum með hárið í tagli og auðvitað...kórónuna...
"ég bara bjóst aldrei við að vinna...þetta eru allt svo frábærar stelpur og við erum allar svo góðar vinkonur...þetta var æðislega lífsreynsla sem ég mæli með fyrir allar stelpur... (það er FALLEGAR stelpur...)"

Í seinni tíð þá hefur álit mitt á þessu keppnum kannski aðeins breysts, kannski með aldri og þroska, en hún Steinunn af Suðurnesjum sem var fegurðardrottining 2004 er drottning. Um leið og ég vissi að hún væri í keppninni í Kefl þá vissi ég að hún færi alla leið og myndi auðvitað rúlla þessu upp. Hún lyfti keppninni á aðeins hærra plan því að hér er stelpa sem hefur ALLTAF verið í íþróttum, ALLTAF dugleg og klár í skóla og ALLTAF brosandi og jákvæð (eins og ég þekki hana allavega). Hún á fallegan kærasta og var aldrei bitch eða slut í grunnskóla, bara eiginlega alltaf Steinunn hin fínasta fyrirmynd, sem by the way enginn strákur náði í... hmmm...
svo er hún svakalega dugleg í fullt af leikritum og með þátt á Stöð1....
Þetta er alvöru fegurðardrottning.
En afhverju þurfti svona frábær stelpa að koma fram á bikiní og hælum?
Hún er frábær eins og hún er og það skína alveg langar leiðir... Afhverju er þá ekki bara persónuleikakeppni, það skín alltaf langar leiðir..... (kannski afþví þær eru líkar oft sætar..hmmm intervening variable.....samsláttar áhrif...) Þessir kroppasýning er frekar spes finnst mér...
En sem stelpa sem er stundum í rauðum sokkum þá styð ég kynsystur mínar og þeirra ákvarðanir í lífinu, ef það færir þeim hamingju það er að segja...
Með þessa hugsun að humma í höfðinu gerðist gærkveldið.....

Við vorum að kveðja Soho, það var lokakveldið og smá staffa slút...mikill bjór og mikið gaman!
Ég sat í mesta sakleysi mínu að dreypa á einu stórum þegar að sæt ljóshærð stelpa sem ég vann með kemur til mín... Eins og svo oft áður þá byrjaði ræðan "ég hataði þig í tvö ár af því mér fannst þú svo snobbuð (ég er bara misskilin, oft talin snobbuð af einhverjum ástæðu), og margir segja að þú sért svo snobbuð en nú veit ég að þú ert bara sterkur karakter..."
Áfram hélt svona ræða um persónuleikann minn og hversu ákveðin ég væri.....allt þó jákvætt.
Svo kom sprengjan....

"Sigga Dögg, ég er að leita í stelpum fyrir Ungfrú Suðurnes, má ég senda þig í prufu?"

Einmitt, mitt svar var líka HA? BAKING POWDER?

"Þú hefur allt til brunns að bera til að vera í efstu 3 sætunum; þú ert með svo fallega fótleggi, fallegt bros, falleg og grípandi augu og fullkomið nef..."
Vúff.....Ég bara roðna í kinnum við að rifja þetta upp!
Af heitum ástarsamböndunum mínum hef ég aldrei áður lent í annarri eins hrósa-sturtu, og það með manneksju sem var a) ekki skotin í mér eða b) ekki að reyna að sofa hjá mér!
Áfram gekk þetta svo...
"Þú, Sigga Dögg, ert með svo sterkan persónuleika sem skín langar leiðir, þú ert klár stelpa og ákveðin og hefur mikinn sjarma. Þú ert að gera eitthvað í lífinu. Þú ert einmitt stelpan sem við viljum í keppnina, stelpa með metnað og lífsreynslu..."

WE WANT U FOR THE US ARMY.....SIGN UP NOW.....

Ég var svo aldeilis hlessa skal ég segja ykkur. Það lá við að ég bauð henni bara heim í kúr, fannst svona réttast að það skyldi fylgja svona aðdáunarræðu...
Áfram gekk þetta allt kvöldið þangað til mér var tilkynnt að ég fengi símhringingu í vikunni til að mæta í prufu...

Wham bam thankjú mam!

En ég er EKKI svona stelpa....Ég er ekki svona lítill sætur íþróttaálfur í hælum og bikiní... bikiníið mitt eru boxerar og ég á bara bleikan mac gloss....
Ég tilkynnti henni að ég myndi bara eyðileggja keppnina með því að mæta í rauðum sokkum og síðsundbol...

Þetta var atvik sem ég hef ALDREI áður lent í..... af mörgu hefur þetta aldrei gerst...
Ég er víst einmitt týpan sem fegurðarsammkeppnir leita að..einmitt...
hversu léleg lýsing er á Soho spurði ég sjálfa mig að....pabbi, er svona dimmt alltaf, er kannski þess vegna sem fólki finnst maturinn svona góður, það veit ekkert hvað það er að borða..?

Ég vil samt ekki vera að gera lítið úr stelpum sem taka þátt, kannski kynnst þær í alvöru fullt af fólki og kannski gerir þetta eitthvað gott fyrir sjálfsálitið þeirra....og kannski setja þær þetta
á CV sitt og hössla einhvern sætan strák út á stimpilinn? Kannksi, aldrei að vita...

En ég er stelpan sem ég myndi rakka í spað yfir því hvað hún væri að gera í svona keppni...
Ég er sjálfsörugg, ég veit ég er sæt, missæt eftir staðsetningu tíðarhringsins en já, bara þokkaleg...en bjútí er ég ekki, það eru hreinar línur (plís ekki missa ykkur í bjútí kommentum... jájá er falleg að innan og utan og allt það).

Þetta allavega fékk mig til að pæla....Var litlu 12 ára stelpunni svarað?....
Fékk hún þarna stimpilinn sem hana langaði svo að fá á unglingsárum?

Ég og einn vinur minn ræddum þetta mikið seinasta sumar en þá í hvaða klassa maður féll i í að reyna við hitt kynið...hver er above me og below me...frekar hreinskilnar samræður og bara gaman af því.
Hann sagði mér að miða sæt-leikann minn útfrá vikonum mínum, þær endurspegli ágætlega hversu falleg ég væri svona útávið....hmm...þetta hefur setið lengi í mér þar sem að mér finnst allar vinkonur mínar algerar bjútíkvíns... ég peppa hverja eina og einustu stelpu upp í þeirri trú að hún sé bjútíkvín og mér virkilega finnst það, mér finnst ég eiga fallegustu vinkonur í heiminum! það er rosa gaman að halda partí og líta yfir hópinn og dást að þessum bjútíum...
(btw, stórt stelpupartí yfir jólin..its me and arnas b-day..en meira um það seinna)

hmmm....samt set ég mig ekki alltaf á sama stall og ég set stelpurnar mínar.
Ég er Abby (Janeane Garofolo) í Truth about cats and dogs.... ég blómstra held ég bara í svona meil og símasamböndum....
Ég er persónuleikinn....það vil ég allavega meina (enginn að eyðileggja plís)... ég er ekki svona snúa sér við og horfa á eftir en ég gæti náð þér með kjaftinum mínum....

Fyndið.... hún sagði að þetta myndi auka sjálfstraustið mitt... ég myndi nú bara segja að það væri nokkuð fukkin high up there....

Í framhaldinu með magan nokkuð dregin inn og kannski aðeins beinni í baki fór ég á bakvið og byrjaði ég að tæma kælana...sítrónu og soðið vatn á morgnanna...kál og lífrænar gulrætur..kjúlli..
Og fékk mér annan ískaldan..með smá glott á vörunum...og kannski leyfar af stimpli í hjartanu..


Þetta er allavega pæling, eða hvað finnst ykkur?

Önnur pæling, ég hvet allar stelpur til að hætta að hafa blæðingar og taka bara pilluna áfram! Þessi upp og niður estrógens á tíðarhringnum er ekki hollur fyrir neina konu og svo eru dömubindi og túrtappar líka úr klóruðum bómull sem ertir vinkonuna...
Konur, hættum á túr!!!
Áfram konur, ekkert blóð!!

btw, fékk 8 í klínuprófi no.2....

Pæling....

farin að ráðast í heimapróf í tölfræði af fullum krafti...

mikið af ást og fallegum hugsunum
tjátjá
siggadögg
-sem er prinsessa en ekki drottning-

11 ummæli:

Sigga Dögg sagði...

btw...ég var hvött til að fara í ræktina..svona fyrir keppnina í vor...
ha ha ha.... rightie-o

Nafnlaus sagði...

sigga do it for the black people

Sigga Dögg sagði...

i will do it for my friend the indian... or my eskimo friend...
eða bara svarta fólkið...gott ef það veit að ég er að reprezenta svona í klakanum..hmm..takk fyrir stuðninginn bró!

Nafnlaus sagði...

sigga fallega fraenka min
buin ad kaupa saengurgjof for $8.00
yfir sorry auntie svala kemur med pakkann i fyrramalid

love auntie eirika

Sigga Dögg sagði...

þakka þér fyrir það eiríka mín... ég skal bara byrja að selja inn á fegurðardrottninguna til að borga þetta ;)

Nafnlaus sagði...

jú hei. ef þig langar að vinna í sjónvarpi þá er fegurðarsamkeppni lykillinn. Sjáðu bara Unni Birnu Unnar Steinsson.

Nafnlaus sagði...

Halló fröken fríða! :)frábært að sjá þig á lokahófinu... Held að sumir hafi fengið smá taugaáfall yfir ákveðni þinni en gott að hafa svona kvenskörung meðal okkar... :P og takk fyrir gott conversation á laug, hvað segiru, hvað er slóðin að þessar síðu sem maður fær góðar ábendingar varðandi mars vs. venus? :) ... sé þig hopefully-soon-to-be-"neighbour" :)

Nafnlaus sagði...

Hæ engill
Hvað segiru sæta mín?? erum við on annaðkvöld bjútikvín hahehehhe . Mér fannst þessar keppnir einu sinni alveg halló en sitt sýnist hverjum. Ég persónulega gæti ekki tekið þátt í svona keppni en hef vinkonur mínar hafa gert það og þetta getur jú styrkt sjálfstraustið hmmm svo er ísland náttlega miniceleb fan club frá helvíti þannig ef þú tekur þátt færðu nóg af folum á eftir þér. En mín spurning er svo er þetta þín tegund af hrossakjöti?? Allavega ekki mitt heheh borða ekki hrossakjöt
love you sæta skvísan mín og takk fyrir laugardagspönnsudaginn
Djónes

Sigga Dögg sagði...

Hver er Unnar Steinsson?? En já Unnur Birna og Steinunn..hvað varð um greyið Manúelu??
Jæja Djónsin mín, ég tel mig hafa fundið bara ágætis stóðhest..ekki mikið fyrir þessi folöld og ponies sem flækjast um miðbæinn hneggjandi ofan í hvers manns brjóst...hmmm...
Berglind mín...ég veit ekki hvort ég sé tilbúin að gefa upp slóðina...ég nefnilega skrifa vandamálalausnir undir eigin nafni... kannski segi ég þér það þegar við verðum neighbours ;)
en hey, voru menn eitthvað sárir eftir laugardaginn???
ég man ekkert hvað ég var að rugla í greyunum :)

Nafnlaus sagði...

sigga min beautyful sendu auntie slodina via email
hey og tu ert ekki en buin ad na i pakkann til svolu waz up with that

Nafnlaus sagði...

þeir voru meira sjokkeraðir en sárir :)no vörrís.. en hey ég er ennþá 88 á bið þannig að sí jú neighbour eftir svona ár eða tvö (ef þú ert ennþá hér á klakanum)